Kosningar í Mosó.

Þessi er frá Mars 2005.

Kosningar í Mosó.

untitled

Síðustu kosningar.

Síminn hringir og ég staulast gremjulega til að svara honum, þetta er örugglega einhver réttdræpur sölumaður sem er að hringja frá Eddu útgáfu eða einhver tryggingarsölumaður að reyna selja mér eitthvað drasl en kannski bara verið að spyrja eftir frúnni. Nei bleeessaður maður þetta er ég ......þá allt í einu man ég það, það er að styttast í kosningar! Einhver gamall skólafélagi eða vinur sem ég hef ekki heyrt í allt of lengi er í símanum.

 Og vitið menn, samtalið byrjar svona eins og samtöl byrja þegar maður hefur ekki séð eða heyrt í einhverjum gömlum kunningja í langan tíma (hvað er að frétta o.s.f.). En samtalið berst eins og byssubrandur í hvaða flokk ég ætla að láta taka mig rassinn þetta kjörtímabil. Ég segi eins og vanalega að ég er að fara kjósa XXX eins og heimilisfang mitt bendir til, þar sem öll fjölskyldan kýs það sama ár eftir ár af gömlum vana (líkt og allir landsmenn).

Þetta kjörtímabil ætti ég nú varla að breyta út af vananum þar sem ég vil nú halda friðinn, enda er ég mjög friðelskandi maður. Þessi gamli vinur er kominn neðarlega á listann, eflaust hefur vantað fólk til að fylla út í listann og gripið hefur verið til þess örþrifaráðs að hafa samband við hann (enda á hann þar fyllilega heima, reyndar ofar á listanum). Hann spyr mig hvað mér finnst að betur mætti fara eða hvaða áherslur ættu nú að vera ofarlega í kosningaslagnum þetta árið hjá sínum flokki. Ég hefði alveg eins getað heimtað jarðgöng á Tungubakka og það hefði verið tekið vel í þá hugmynd enda væntalegt athvæði í símanum.

Mér sárnaði nú smá að hann hafi bara hringt í mig vegna þess að honum vantaði atkvæði en ekki hringt í mig bara til að spyrja hvað væri að frétta. Þá barst talið af því að það væri væntanlegt bjórkvöld og mér væri nú velkomið að mæta. Atkvæðið var svo gott sem unnið, ég var auðmjúkur og sigraður við þetta dásamlega heimboð...bjórkvöld...frír bjór.... Ég sagði að ég mundi mæta og styðja flokinn heilshugar (sem og ég gerði) enda er þessi svaladrykkur (bjór) ofarlega í metorðastiganum hjá mér og atkvæði mitt var gott sem tryggt.

Næstu kosningar.

Það hefur pirrað mig svolítið hversu auðveldlega ég var keyptur en ég var nú ekkert að segja honum að ég væri nú hvort eð er að fara kjósa hans flokk, enda þá loforð um jarðgöng á Tungubakka og frír bjór verið í talsverðri hættu. Þessar næstu kosningar ætla ég að halda öllu opnu og fá loforð, ekki bara frá einum flokki heldur öllum. Að fá rússíbana í Hulduhlíðinna, ekki hækka öll gjöld í bænum (allavega ekki vera að slá nein íslandsmet í hækkunum eins og í síðast), lækka fasteignaverð og leikskólagjöld. Maður verður að reyna allt því að hjá pólítíkunum er tíminn naumur og þess vert að hlusta á bullið í okkur, þó svo að það verði ekkert úr því eftir kosningar. Það er nú allt í lagi þó svo að jarðgönginn komi ekki þetta kjörtímabil. Kannski ég bjóði mig nú bara sjálfur fram þetta tímabilið enda hefur kallin margt að bjóða samsveitungum sínum í bæjarmálum. Jafnvel að ég bjóði mig fram á lista sem eru þegar í bænum og takið þetta til ykkar sem raðið á lista... Já það er vissulega gaman þegar það koma kosningar og ég hlakka til að heyra í þessum gamla kunningja fljótlega. Jafnvel að ég verði fyrri til að hringja í hann og biðji hann um að kjósa listann minn....

Ég fæ Gylfa Guðjóns með mér í slaginn enda þá eini flokkurinn sem hann hefur ekki boðið sig fram í.

Gylfi bæjarstjóri það hljómar vel er það ekki?

X-R

Félag rauðhærðra og örvhentra Mosfellinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband