Feministar (skrifað 2004)

Hér er feminista pistillinn sem kom út í bæjarblaðinu Lókal 2004, þetta var annar pistillinn sem ég skrifaði.Frown

 

Feministar.

 

Íslenskir feministar höfðu lengi barist fyrir tilverurétti sínum, rétti til að kjósa og rétti til að standa okkur körlunum jafnfætis. Hér áður fyrr voru þetta hörkukvendi sem unnu ekki bara heimilisstörfin með mikilli elju heldur voru þær duglegar á öðrum vettvangi. Til að sýna hvers þær voru megnugar unnu þær einnig á túnum landsins, með orf og ljá og skóflu í hönd og mokuðu skurði og eru heilu sveitarfélöginn sundurmokuð máli mínu til stuðnings. Þær voru reyndar ekki kallaðar feministar í þá tíð heldur húsfreyjur. Það leið ekki á löngu þangað til þær fengu kosningarétt og fóru að færa sig réttilega út úr þessum kvennastöðum frá eldavélinni og vaskahúsinu og út á hinn almenna vinnumarkað þar sem þær eiga heima. Nú hefur margt breyst og enn þann dag í dag standa þær okkur karlmönnunum ekki jafnfætis þegar kemur að launamálum sem er skrýtið þegar tekið er tillit til þess að það er árið 2004 og moldarkofar landsins sem og hugsunarháttur þess tíma hefur liðið undir lok. Þetta kemur okkur öllum við enda eigum við flest okkar systur, frænkur, mömmur eða jafnvel dætur og eru þeir sem láta þetta mál sig ekki varða að hugsa annsi skammt. Meira að segja hin svakalegasta karlremba getur átt stelpu með konu sinni og vill hann ekki að hún fái jafn vel borgað og maður í svipuðu starfi og hún?

Feministar hafa haft frekað neikvæða ímynd hingað til. Maður ímyndar sér sterklega vaxna konu sem tekur í nefið og vörina, í lopapeysu, sem ekur um á bifhjóli með gráðostalykt á viðkvæmum stað og brúsk undir höndunum sem hvaða karlmaður væri stoltur af. Þessi ímynd er ekki sönn (sorry strákar), þetta eru venjulegar konur og karlar...jú það er nefnilega karla hreyfing innan feminista félagsins sem vinna að jafnrætti kvenna. Það nýjasta nýtt eru límmiða árásir feminista á BogB (allavega þegar þetta er skrifað) og ekki er blessað klámið neinum heilagt lengur. Maður heyrir í fréttum að fólk sé ekki sammála um það að þegar ráðið er í opinber störf,  kona en ekki karl átti að vera ráðin og svo er ráðningin kærð til janréttisráðs. Ég hafði alltaf staðið í þeirri meiningu að það ætti að vera sá/sú sem væri hæfastur í starfið sem væri ráðinn. Ég ætti kannski að stofna samtök sem berjast fyrir réttindum rauðhærðra eða örfhentra. Það er flokkur fólks sem er kúgað, það hlýtur að vera. Ég sé fyrirsögnina í fjölmiðlum “rauðhærðum manni gefin framkvædarstjóra staða í ....” það lítur vel út. Ég þarf ekki að vera hæfur í starfið bara rauðhærður og ef þeir ráða mig ekki þá bara kæri ég.

Kannski ef Dabbi kallin ætti fleiri vinkonur og frænkur þá væru fleiri konur í áhrifastörfum í þjóðfélaginu, allavega væri komin kona í hæstarétt, kannski rauðhærð kona???

 

Högni Snær


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband