Þetta þurfti ég að birta til leiðréttingar eftir minn fyrsta pistil.

Leiðrétting á fyrri pistli Ég er búinn að fá þó nokkrar athugasemdir um pistilinn sem ég skrifaði í blaðinu hér á undan, bæði neikvæðar og jákvæðar. Það sem fólk segir við mig flest er að ég hafi farið of langt yfir strikið og skilji ekki af hverju ég er að mæla með kannabisreykingum á meðal barna og unglinga. Það þykir mér miður að fólk hafi túlkað þetta svona en þetta var meint sem kaldhæðni og grín. Þegar ég tala um að ég hafi áttað mig á því að ég átti að taka betur eftir í tímum þegar kunningi minn var að versla dóp hélt ég að ég væri að skjóta það langt yfir markið. Þetta átti að vera augljóst grín (svona er ég lélegur húmoristi). Mér datt það fáránlegasta í hug sem “myndi opna augun mín” fyrir að taka ekki betur eftir í tímum og skrifaði það, sem sagt að dópneysla væri réttlætanleg ástæða fyrir dugnaði í skóla. Þegar ég las dálkinn Leiðindi datt mér ekki í hug að þetta viðtal hafi farið svona fram eins og það kom fyrir í blaðinu heldur að hér væri grín á ferð. Mér var sagt að það væru börn og unglingar sem læsu þetta blað og ég yrði að skammast mín á svona skrifum. Já skamm Högni, þetta má ekki.Ég ætti kannski að skrifa um slæma umgengni hér í bæ eða hvað það er léleg mæting á handbolta leiki en það ætla ég ekki að gera, þið getið lesið svoleiðis pistla í öðru hverju blaði. Ég bið forláts á þessari saurgun á réttlætiskennd ykkar (þá sem þetta varðar) og ég vona að þið fáið tíma til þess að sleikja sárin á blygðunarkennd ykkar sem ég illa særði.Högni vondi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband