Fleiri Vandræðaleg augnablik.

Þessi pistill birtist í Mosfelling ekki alls fyrir löngu og er númer 51 í röðinni. Hér er óstytt útgáfa.

 

 

images

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleiri Vandræðaleg augnablik.

Fyrir þó nokkru skrifaði ég pistil um „vændræðaleg augnablik“ eða klípur sem ég hef komið mér í, og gæti ég skrifað pistil vikulega í eitt ár um slík atvik en sennilega helmingur þeirra myndi aldrei rata á prent sökum þess að þeir væru seint taldir prenthæfir né bera mér söguna vel.

Þetta atvik gerðist ef ég man rétt 2004 þegar ég ásamt fleirum var á leið í tvítugsafmæli hjá þekktum Mosfellingi hér í bæ sem var haldið á Gullöldinni. Þannig var það nú að við vorum nú að verða seinir í afmælið enda komið fram yfir miðnætti og við höfðum setið að svamli í heimahúsi hér í bæ og ákváðum að taka leigubíl í bæinn sem oft vill verða undir þessum kringumstæðum. Þegar á Gullöldina var komið þá voru bjórarnir farnir að segja til sín og þurfti ég nauðsynlega að komast á klósettið.

 En vandamálið var að röðin fyrir utan skreið hátt í hundrað metra löng ekki var möguleiki í helvíti að ég gæti haldið í mér það lengi. Nú voru góð ráð dýr ég hefði sennilega átt eina mínútu þangað til að ég þyrfti að spræna með góðu eða illu.

 Þannig að ég sá mér þann kost vænstan að pissa bara fyrir utan þar sem enginn gæti séð til mín, neðst á bílastæðinu var stór Land Rover jeppi sem ég gat skýlt mér bakvið enda vildi ég ekki að neinn yrði var við mig og hálf skammaðist ég mín við að þurfa gera þetta en menn hafa jú þurft að míga utan dyra í þúsundir ára einsog skaparinn gerði okkur og því skiptu ekki máli þó eitt kvikindi í viðbót myndi bætast í hópinn.  Á þessum tímapunkti var ekki hægt að velta þessu mikið um í kollinum enda alveg í spreng og þetta var gott hundrað metra labb sem ég tók á sprettinum enda alveg að míga í mig. Ég væri nú seint talinn hlaupalega vaxin en ég hefði rústað Usain Bolt í hundrað metra hlaupi í átt að bílnum og ég hefði skilið hann eftir með skömm svo hratt hljóp ég. 

Ég skýldi mig bakvið bílinn þannig að enginn sæi hvað ég var að gera enda hætt við að fá sviðskrekk á þessum síðustu og verstu en ekki vildi betur til en að á spretti mínum tók ég fram úr stúlku sem reyndist vera eigandi bílsins í Mosfellsdalnum og þegar ég hafði lokið mér af þá fékk ég aldeilis að heyra það hvern djöfullinn ég væri að gera og hugsa.

Ég reyndi að biðja innilegrar afsökunar á athæfi mínu en og útskíra maílið en hún vildi ekki heyra á það minnst meðan hún úthúðaði mig með skít og skömm. Það var frekar aumur maður sem reyndi að skemmta sér það sem eftir var kvöldsins enda sat þetta svolítið í mér og ég bið hér enn og aftur afsökunar til stúlkunnar úr Mosfellsdalnum hér með.

 

Högni Snær.

 


Drotninginn spice..

Þessi pistill er númer 50 í röðinni og kom nú í síðasta Mosfellingi. Þessi pistill er orginal en pistillinn sem birtist í Mosfellingi er helmingi styttri.

untitled

Drotninginn spice..

Ég veit að nú eru alveg að koma kosningar en ég lofaði Hilmari að ég myndi aldrei skrifa pistil um pólitík og skrif um hvað þið ættuð að kjósa og hvað ekki, ég stend við mín loforð og ætla að skrifa um eitthvað allt annað. Leoncie.

Já Þessi Ice drottning Leoncie er enn og aftur byrjuð á samsæriskenningum sínum sem hún hefur haft frammi lengi, síðan 1990. Nú  beinast spjótin að Björk og SigurRós sem hún vill meina að séu komin svona langt vegna þess að Íslenska ríkið borgi eða múti fyrir leið þeirra á toppinn, Björk vann t.d. að hennar sögn til verðlauna á Cannes vegna þess að Íslenska ríkið borgaði fyrir verðlaunin hennar. Og öll plötu sala SigurRósar sé til komin vegna þess að ríkið kaupi hreinlega allar plöturnar sem þeir gefa út.

Hún (indverska, Strippa, söngva og dansdrottningin) er nú frumleg þegar kemur að samsæriskenningum. Við munum öll eftir þeirri gagnrýni hennar að það var ekki kallað í hana þegar frestur um að skila lagi inn í Júróvision rann út, enda allir á RÚV satanískir rasistar að hennar sögn. Reyndar hefur aldrei verið haft samband við hana og það sé skýrt merki um það að RÚV vilji ekki að hún taki þátt vegna þess að hún sé útlensk, hvað ætli Jógvani finnist um þetta? 365 Miðlar (áður Norðurljós) sagði hún Íslenska útgáfu af KKK (Ku Klux Klan) og Bylgjan og aðrir tengdir miðlar spili hana ekki vegna þess að þeir eru rasistar og vilji ekki að hún verði heimsfræg að eigin mati. Meira að segja Tvíhöfði lenti í klónum á henni á sínum tíma og varð úr því spaugilegt útvarpsefni sem endaði með heimsókn þeirra Jóns Gnarr og Sigurjóns Kjartanssonar með blómvönd handa Icespice til hennar í Sandgerði. Uppáhaldið mitt var hinsvegar þegar hún fór í mál við Íslandspóst (gamla Póst og Síma) vegna þess að þeir stálu af henni tónlistarmyndböndum sem hún sendi MTV of fleiri erlendum stöðvum og höfðu af henni heimsfræg og frama. Þannig var það að hún sendi MTV of fleiri stöðvum erlendis tónlistarmyndböndin sín, svo líður tíminn og ekkert gerist, ekkert bólar á Indversku prinsessunni í sjónvarpinu og á MTV þannig að húna komst að þeirri niðurstöðu að íslenska mafían já Íslenska mafían (sem var þá Póstur og Sími) hafði stolið sendingunni hennar og MTV aldrei fengið myndböndin í hendurnar og þar með haft af henni heimsfrægð.

Henni datt reyndar ekki í hug að þeir hefðu fengið þetta og horft á og hent þessu í ruslið, nei enda er hún sjálfsskipaður World Talent, flottasti listamaðurinn á klakanum. Sumir vilja meina að hún sé frábær tónlista maður og sé snillingur, hún komi fram með svona svakalegar sleggjur til að æsa fólk upp og húns sé svokallað Tröll einsog það er nefnt á netmáli (Troll).  Mín skoðun að hún sé álíka mikill snillingur og hún sé hæfileikarík, semsagt heimskari en tóm kókómjólkur ferna.

En sitt sýnist hverjum.

 

Högni Snær. 

 


Innlend dagskrágerð.

Hér er pistill sem kom í Mosfellingi nú í Janúar þetta er óstytta útgáfan.

imagesCAQTN147

Innlend dagskrágerð.

Ég er eins og svo margir sjónvarpsjúklingur þegar þannig liggur á mér og hef gaman af glápinu. Innlend dagskrá gerð þykir mér skemmtilegust enda er ég að fá mig fullsaddan af Hollywood klisjunum sem tröllríða flestu, en Íslenskir þættir og myndir er af skornum skammti enda er mjög dýrt að  framleiða þá og maður tekur viljann fyrir verkið þegar maður er ekki alltaf sáttur við útkomuna.

Stöð 2 þekkjum við öll þar er hellingur af skemmtilegu efni á dagskrá hvort sem það er innlent eða erlent. Það er eitt þó þar á bæ sem  fer í mínar fínustu taugar. Ég veit að á Íslandi er ekki flóð af Íslenskum celebum en þeir á stöð tvö virðast ná að nýta hvern einasta sem til er og koma þeim  fyrir á skjánum. Hvort þetta eru tónlistarfólk, leikarar, þátta stjórnendur eða dagskrá gerðar fólk á 365 miðlum þá eru allir nýttir. Þau eru að verða uppiskroppa og eru farin að velja fólk af hinum stöðvunum til að poppa þetta svolítið upp enda svolítið þreytt að hafa sama fólkið alla daga....alltaf.

 Þetta byrjar á nærmynd í Íslandi í dag svo var þeim skellt í Loga í beinni í smá sprell. Svo tekur allvaran við í Sjálfstæðu fólki hjá Jóni Ársæl þeim eðal manni, Við  munum eftir „Strákunum“ ,“Auddi og sveppi“ á stöð tvö þeir voru duglegir við að nota sama mannskapinn og hinir, en þeir eru hættir þannig að  þá er röðin komin af „Týndu kynslóðinni“  að sprella í  mannskapnum nú eða demba sér í spurningabombuna hans Loga ...Það má ekki miskilja mig ég hef gaman af þessu öllu og ég veit að  þetta er partur af innanhúss markaðssetningu þar sem þarf að kynna og auglýsa það sem menn eru að reyna selja. Upp með frumleikann og grínið hættið að hakka í sama farinu.

Högni Snær.


Lánleysi.

Hér er smásaga sem var birt í smásagna keppni fyrir 8 árum í Mosfellingi ef ég man rétt.

 Hún floppaði þar..haha

imagesCAK71FFC

Lánleysi.

Hér sit ég einn í mínu sjálfskaparvíti. Ég er staddur í helvíti? Það er mér að kenna ég gleymdi að það væri synd að fremja sjálfsvíg og nú þarf ég að gjalda. Ég sit hér í setustofu í helvíti til eilífðar, mitt helvíti er þannig skipað að ég er bundinn fyrir framan sjónvarp og látinn horfa á leiðarljós allan sólarhringinn og Bylgjan í botni og Bjarni Ara er við völdin. Það er sama hversu slæmur ég var í mínu fyrra lífi enginn á skilið svona meðferð. Mér var sagt að þegar ég kom hingað að múslímarnir hefðu veðjað á réttan hest...það er paradís handan við hornið hjá þeim.

Þessi dvöl mín hér á sér langan aðdraganda og ég stefndi hingað hvort eð er, konan var farinn frá mér vegna drykkju og framhjáhalds og börnin vildu ekki af mér vita. Ég var farinn á hausinn. Ég var einn af þeim snillingum sem lagði allt sem ég átti í hlutabréf hjá Íslenskri erfðagreiningu. Það var ekkert fyrir mig að lifa fyrir svo að ég tók þessa ákvörðun að það væri best fyrir mig og alla í kringum mig að nú væri rétti tíminn til að kveðja. Mikill besservissi ég er og vill að allt sé gert hundrað prósent. Þetta var þaul planað og ekkert átti að fara úrskeiðis. Eins og svo margir aðrir hafði ég verið búinn að plana þetta í huganum þ.e.a.s. ef ég einhvern tíman myndi fremja sjálfsmorð hvernig myndi ég gera það. Þetta er skothelt plan, svona einsog kaupin í Decode áttu að vera en hver gat gert ráð fyrir svona lánleysi. Þetta var hugsað með það í huga að ég myndi ekkert þjást og þetta tæki skjótt af. Ég ætla að taka pillu glas af svefntöflum, binda reipi um hálsinn á mér, hoppa fram af bjarg brún og skjóta mig í hausinn í loftinu.

Skothelt ekki satt.

En eins og allt sem ég hef komið nálægt þá var þetta klúður. Ég bind utan um mig snöruna, tek inn pillurnar og hleð byssuna og læt mig vaða fram af bjarginu. Það var enginn eftirsjá að minni hálfu enda búinn að brenna allar brýr að baki mér. Það var einsog allt yrði dæmt til að klikka. Þetta Bónus snæri(reipi) slitnaði í loftinu við átakið sem á það kom þannig að skotið geigaði og á einhvern ótrúlegan hátt þá lifði ég af fallið í sjóinn en illa slasaður. Grásleppu sjómaður fann mig meðvitundarlausan á reki og bjargaði mér um borð í bátinn og blés í mig lífi þannig að allar svefntöflurnar fóru um sömu leið og þær komu. Ég lá illa slasaður og kvalinn á sjúkrahúsi í tvær vikur og lést fyrir rest úr lungnabólgu eftir volkið í sjónum. Fyrir vikið var ég dæmdur til að horfa á leiðarljós og hlusta á Bjarna Ara á Bylgjunni í Helvíti til eilífðar....

KLIDDI


Byltingin.

Þessi pistill kom í Mosfellingi núna í enda Nóvember.

sdf

Byltingin.

Ég hef lengi haft mikinn áhuga á tónlist þá sérstaklega haft mikinn áhuga að pæla í Íslenskri tónlist, og nú er sá árstími sem mikið er að gerast í útgáfu fyrir jólin. Það hefur nú reyndar breyst mikið undanfarin ár að gefa út plötur eingöngu fyrir jólin heldur eru menn jafnvel farin að voga sér að senda út efni í fyrri parts árs. Það verður að viðurkennast að ég er orðin mýkri með árunum ekki þá bara í útliti heldur er tónlistar valið heldur búið að mýkjast, ég er farin æ oftar að gleðja hlustirnar t.d. með Sigur Rós en ég set Slayer æ sjaldnar á fóninn en ég gerði.

Þetta er vissulega skýr merki um hækkandi elli að Mugison hefur tekið við af Rage against the Macine og Hjálmar teknir við af Chipress Hill. Já kallinn er tekinn að mýkjast. Mér finnst Íslensk tónlist aldrei eða sjaldnar hafa verið betri en það sem hefur verið að koma út undanfarin ár og ég er með kenningu um það, það eru miklu fleiri lærðir tónlistarmenn að spila nú en oft áður ekki misskilja mig ég er mjög svagur fyrir hráu bílskúrsrokki ennþá. Það eru fleiri bönd að notast við alla flóruna af hljóðfærum ekki bara bassi, tromma, gítar heldur eru allskyns blásturs hljóðfæri of fiðlur mættar á svæðið. Það er meira að segja kórstjóri í henni Skálmöld minni.

 Það þykir ekki mikið mál að hafa í átta manna sveit faggott og túbuleikar í bandinu. Tími lúðrasveitanördana er loks kominn og sem betur fer, við erum að sjá miklu meiri breidd í tónlistinni nú en oft áður, ekki taka þessu þannig að tónlistin hafi verið eitthvað óspennandi eða leiðinleg, síður en svo. Nú munu lúðrasveitanördarnir (meina þetta orð á jákvæðan hátt, engin hate mail takk) taka yfir, lopapeysurnar inn fyrir leðrið, rakað í hliðunum inn fyrir síða þungarokkara hárið og tölvuúr á handlegginn í stað leðurbanda.

Lengi lifi byltingin.

Högni Snær.


Ferðasumarið 2012.

Þetta er minn 47. pistill og hann birtist í Mosfellingi í September 2011.

untitled

Ferðasumarið 2012.

 

Það verður ekki deilt um það að sumarið í ár hefur verið gott ferðasumar.

Það hafa víða um land verið slegin met. Eftir mikið markaðssetningar átak Inspierd by Iceland átakið þá verður að segjast þú ert ekki maður með mönnum nema að þú hafir heimsótt klakann. Þetta að vísu byrjaði ekki gáfulega þegar að þrír eða fjórir dallar ákváðu að  heimsækja landann á sama tíma að það rann upp fyrir mönnum að að væri kannski ekki pláss  fyrir alla þessa túrhesta. Og það kom á daginn, allir langferðabílar landsins voru smalaðir saman niður á höfn og það var ekki nóg, ó nei, allir langferðarbílar voru hvattir til, en nei, allir fjölskyldubílar, hjólbörur og hestakerrur yrði smalað saman niður á bryggju og andskotans túrhestunum yrði skutlað gullna hringinn sama hvað tautar og raular.

Vinsældir landsins hafa náð alla leið til Bandaríkjanna og alla leið til Hollywood enda hefur ekki verið þver fóta fyrir Hollywood stjörnum hér í sumar. Allir pöbbar , skemmtistaðir hafa verið yfirfullir af hrokafullum Hollywood ösnum það er ekki einu sinni hægt að fara á Goldfinger og fá einn stuttan lengur án þess að hanga í röð á eftir Tom Cruse eða Ben Stiller. Það eru ekki allar Hollywood stjörnur að drekka í sig Íslenska menningu í Kópavoginum, heldur eru sumir vesalingarnir komnir hingað til að vinna. Sem er bara gott fyrir þau og okkur líka enda veitir ekki af landkynningunni. Sagan segir að Íslenska sjávarloftið fari ekki vel í alla og það hafi rústað hjónabandi Tomm og Kötu okkar Íslandsvina frá henni Ameríku.

Það eru ekki bara stjörnurnar sem hafa það gott þetta sumarið einnig hefur orðspor Íslenska lambakjötsins náð út um víðan völl og þú ert ekki maður með mönnum hvar sem þú ert í heiminum nema þú hafir smakkað íslenska lamakjötið og ert alvöru kallmaður nema þú klæðist því líka.

Gott orðspor og hróður Íslands hefur borist víða, og það eru bæði gæði Íslenska lambakjötsins og sú staðreynd að að sé fullt af Californíubúm að við fáum óþarfa athygli, jú Grænlandsbjössi veit að hálendi Íslands sé fullt að spik feitum Ameríkönum og gæða lambakjöti og þar sé nóg af éta að hann hefur vanið komu sína oftar á klakann enda ekki á hverjum degi sem von er á Tom Cruse, Ben Stiller eða einhverjum öðrum úr HOLLYWOOD er á matseðlinum.

 

 

Högni Snær. 


Evró 2012.

Þessi pistill er númer 46 í röðinni og kom út í Júní í fyrraí Mosfellingi.

imagesCA4T7AY6

Evró 2012.

 

Ég ætti nú eftir allan þennan tíma að vera þessum andskotans hnútum kunnugur þessum svekkelsis, þjóðrembings bjartsýnis spám, en ég læri víst aldrei.

Nú þannig er mál með vexti að nú ekki alls fyrir löngu var Evróvision haldið á einum afskekktasta stað veraldar og ég er ekki að tala um Selfoss heldur Azerbaijan. Já Nú þyrfti að Skipta um sennilega fimm vélar á leiðinni og múta átta tollvörðum og tíu lögreglu þjónum á ca. fjórum túngumálum bara svo að farangurinn og allir kjólrnir sem Jónsi á endi ekki í Ástralíu eða annarstaðar sem við Evróvisionfararnir frá Íslandi komumst ekki í þá.

Fyrir þessa keppni var ég hæfilega svartsýnn einsog fyrir allar okkar keppnir að ég  spáði því að við yrðum dæmd úr keppni eftir seinna rennsli eða í besta falli við myndum lenda í 16. Sæti af tíu mögulegum.

En svo var það einn morguninn þegar ég var að vinna og  ég var að hlusta á útvarpið að fólk var að tala um hvaða sæti við myndum lenda í nema hvað það væri nú hellst vandamálið hvar við ættum að halda keppnina að ári enda væri Harpan uppbókuð fram á mitt ár 2016 og Egilsshöllin væri löngu farinn á hausinn og gæti ekki tekið á móti öllu þessu fólki. Sigur væri auka atriði nema hvar ættu allir blaðamennirnir að gista?  Elsku Palli minn spáði okkur 1-2. Sætið og Evró-Reynir sagði að við myndum skeina þessari sænsku, eftir að hafa hlustað á svona sigur spár í ca. 5-7 daga var ég farinn að trúa þessu bulli og ég var farinn að setja mig í stellingar fyrir að sjá Jónsa í svörtum klæðum að taka við fálkaorðuni úr höndum Þóru, Ástþórs, Óla eða hverjum þeim sem mundi halda partýið að ári.

Ég læri aldrei, nú hætti ég að glepjast af þessum bjartsýnisspám og nú er ég hættur að gera mér vonir um sjálfsagðan sigur, enda Ólympíuleikarnir í næsta mánuði og við eflaust farin að plana hvar við munum taka á móti strákunum okkar í sigurveislunni..Harpan eða Egillshöll......

 

Högni Snær.


Ísland lang bezt í heimi.

Þessi pistill er númer 45 og birtist í Mosfellingi í Maí 2011.

imagesCAWAP3Q2

Ísland lang bezt í heimi.

Ég er og hef alltaf verið vonlaus þjóðremba sem lýsir sér þannig að ég hef óbilandi trú á Íslandi og Íslendingum jafnvel er rembingurinn svo mikill að þegar um óvinnandi veg er að ræða þrjóskast ég við og held í trúnna. Ég er þessi óþolandi  “Ísland lang bezt í heimi“ týpa.

Við eigum besta vatnið, besta fiskinn, fallegasta kvennfólkið jú og karlpungarnir eru rosalega fallegir líka, við höfum hreinasta loftið,Ríkasta fólkið, bragð besta ísinn, Við erum duglegasta fólkið, við eigum bestu fótboltamenn í heimi (ef tekinn er blessuð höfðatalann með í reikninginn) og að sjálfsögðu besta handboltafólk í heimi líka.

Við erum hamingjusömust,  flottust, feitust, grönnust, sterkust,eigum flottustu sauðkindina, snjallasta hundinn og flottust hestanna, mestu snillinganna og svo lengi mætti telja, ég aldrei verið í vafa um að hér sé best að vera og ég mun ekki fara neitt annað.

untitled

Nú svona seinni ár hafa bankað ýmsar staðreyndir í mig og bent mér á að þetta sé nú kannski ekki svona. Þar sem bent var á að loftið Íslandi væri ekki svona hreint, ísinn væri í meðallagi fótboltastrákarnir okkar væri bara þokkalegir og aldrei komist á stórmót þrátt fyrir höfðatölu og allt það. Við eigum heldur ekki mestu snillingana það sýndi sig þegar við klúðruðum fjármálakerfinu okkar og okkur er varla treystandi fyrir að hafa umsón með sparibauk.

Við byggjum stórglæsilegt tónleikahús fyrir marga milljarða og menn rífast um það hvort það bæði leki og ryðgi. Landeyjarhöfnin er gott dæmi um okkar verk og hugvit sem við getum verið stolt af og svo er það nýjasta útspil okkar sem toppar allt annað sem við höfum klúðrað að þegar þjóðir með bein í nefinu og vit í kollinum eru að reyna koma sér út úr Evrópusambandinu hvað gerum við jú við sækjum um að fá að koma inn ekki bara að fá að vera memm heldur ætlum við að borga fyrir það.

En skítt með þatta allt ég enn á því að Ísland lang bezt í heimi.

 

Högni Snær.


Framboð.

Þessi pistill er númer 44 í röðinni og kom hann í Mosfelling í Mars 2012.

imagesCAU6OJ8V

Framboð.

Já Það er þá ljóst að við munum fá nýjan forseta á Bessastaði eða hvað? Nei Óli er hættur við að hætta við að hætta við að hætta að segja kannski við munum sjá til ef hann má vera að að. Þegar það leit út fyrir að kallin ætlaði kannski að tæma vínkjallarann á Bessastöðum, hreinsa úr bókahillum og pakka niður, Þá fór fólk að velta þessu fyrir sér hvað muni nú gerast, Ja við söfnum bara undirskriftum og hvetjum kallinn til að vera áfram, enda ekki nokkur leið að skilja hvort hann ætlaði að vera áfram eða ekki. Þrátt fyrir að færustu tungu og stjórnmálafræðingar heims fóru yfir ræðuna hans í sjónvarpinu var engan veginn hægt að heyra hvort hann verði áfram eða ekki.

þegar hann var spurður hvern djöfulinn hann hafi verið að meina. Þá sagðist hann ekkert mega vera af því að segja já eða nei enda væri allt vitlaust að gera í vinnunni og hann mætti nú ekkert vera að þessu veseni.

Nú voru góð ráð dýr þrátt fyrir að eitthvað að góðu fólki væri búið að segja að það væri ekki ósennilegt að bjóða sig fram þá var að margra mati bitarnir sem í boði voru ekki nógu meyrir og feitir, þannig að undirskriftirnar fóru af stað og minn maður ákveðinn í að fara í framboð þó svo að hann áskili sér þann rétt að klára ekki heilt kjörtímabil, kannski eða kannski ekki það kemur í ljós.

Gamlir trúðar einsog Silvía Nótt, Andrés Önd, Mikki Refur já og Ástþór Magnússon munu eflaust bjóða sig fram mér skilst að aðeins einn vitleysingur hefur gengið á lagið og er búinn að staðfesta þáttöku ef hann nær að sýna fram á að hann hafi fengið 1500 undirskriftir. Ástþór....

Ég ætla að nota þetta tækifæri og hryggja marga, og tilkynna það að þrátt fyrir gríðanlegan þrysting og mikla hvatningu frá allavega einum sem reyndar er ekki í andlegu jafnvægi að ég muni ekki hafa í hyggju að bjóða mig fram sem sjötti forseti lýðveldisins. Enda brjálað að gera í fiskbúðinni og ég hef aldrei litið vel út í jakkafötum.

Högni Snær.


Áföll á árinu.

Hér er pistill númer 43 sem ég sendi frá mér, og kom hann í Mosfellingi í Janúar 2012.

images

Áföll á árinu.

 

Já það er staðfest hjartaknúsarinn, sprelligosinn og partýpésinn Kim Jong-il er látinn. Þessir hörmulegu atburðir áttu sér stað seint í síðasta ári því herrans 2011. Þessi mikli stuðbolti var að sjálfsögðu allra manna merkastur, sem dæmi um það sem hann gerði þegar hann fæddist þá tóku himnarnir á móti honum með hvorki fleiri né færri en tveimur regnbogum og árstíðirnar skiptu úr vetri í vor, hann setti viðmið okkar á vesturlöndunum í tísku með kakí skyrtunni og buxunum sem hann klæddist gjarnan. Hann fann einnig upp hamborgarann og setti heimsmet í golfi í fyrsta skiptið sem hann spilaði það með því að fara fimm sinnum holu í höggi og leika hringinn á 38 höggum undir pari. Hann er mesti leiðtogi heimsins og afmæli hans er fagnað með kvikmyndum og hátíðum um heim allan. Hann byrjaði að tala þegar hann var fimm vikna og hann var að sjálfsögðu byrjaður að ganga átta vikna. Gott ef að kauði fann ekki upp koktelsósuna, rabbsbarasultu, ljósaperuna og bestaflokkinn í Reykjavík.

Þessara mikla höfðingja verður sárt saknað og ekki var það nú á bætandi að heyra þessi sorgar tíðindi þegar ég var enn að jafna mig á þeim sorgar fréttum að Anna Mjöll og Cal Worthington væru að skilja eftir mjög hamingjusamt fimm mínótna hjónaband. Á Föstudagskvöld (í kvöld) verður bænastund á Ásláki meðan húsrúm leifir til heiðurs Kim Jong-il þar sem ég, sjóarinn síkáti (úr síðasta Mosfellingi) og sendiherra Kína leiðum samkomuna í bænum og skemtisögum.

Ég tek það fram að þessi pistill er skrifaður í kaldhæðni og með þeim orðum ætti ég að fá færri Email um það hversu mikið fífl ég sé, þó ég fái minn skammt af E-mailum eflaust verðskuldað. En þessi helvítis pappakassi sem hefur haldið heilli þjóð í heljargreipum, svelt miljónir til dauða, fankelsað og pyntað annað eins er loksins dauður, og vonandi tekur annar betri við. En ég held ekki..

 

Högni Snær.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband