10.6.2019 | 22:36
Hvað gerist næst.
Hér kemur pistillinn sem kom í Mosfellingi á dögunum.
Það er því miður byrjað það sem margir óttuðust að væri handan við hornið. Niðursveiflan (sumir segja kreppa eða hrun) Það er byrjað með nokkrum stórum gjaldþrotum og fjöldauppsögnum í takt við fækkun á ferða mönnum. Þetta er nú reyndar búið að vera í loftinu í þó nokkurn tíma að mínu mati en maður getur aldrei spáð fyrir á nákvæmlega hvaða fyrirtækum þetta lendir. Þetta er nokkuð ólíkt síðasta hruni til að byrja með en ofan í þetta eru fyrirhuguð verkföll ásamt öllu því raski og vinnutapi sem því fylgir. Það er ekki gaman og ekkert grín að standa í verkfalli, þó svo ég hafi aldrei prufað það sjálfur get ég rétt ímyndað mér það. Þegar verkföll eða vinnustöðvanir eru þá heyrist alltaf hátt tal í fámennum hópi, hvort sem það er einhver sem þú þekkir, eða tal sem heyrist á kaffistofum landsins, í viðtölum í útvarpi eða í blöðunum. Þá tala sumir um hvað þetta sé nú úrelt fyrirbæri og öllum til tjóns, það ætti hreinlega að banna þessi verkföll.
Þeir sem tala hæst svona eru yfirleitt þeir sem eiga fyrirtæki eða eru í forsvari eða rekstri fyrirtækja, stjórnmálamenn sumir sem eru jafnan kenndir við flokk sem vill græða og grilla (eða var það grilla og græða). Þeir menn sem tala hvað hæst svona hafa ALDREI verið á hinum enda raðarinnar að þurfa að lifa á lágmarkslaunum, að þurfa ala upp börn á lágmarkslaunum, að þurfa að borga leigu á Íslandi á lágmarkslaunum. Þeir sem segja lágmarkslaun á Íslandi vera of há.Því miður þá þarf stundum að fara í verkfall til að ná fram betri kjörum.
Ég horfi svo á (og má hver sem er vera ósammála mér) að það sé nauðsynlegt að hækka lágmarkslaun á Íslandi, að minnka launa bilið. Vegna þess þó svo að á Íslandi er yndislegt að búa þá er það ógeðslega dýrt miðað við önnur lönd í kringum okkur. Við erum orðin svo dýr að við erum að verða búin að verðleggja okkur út af ferðamanna kortinu. Ég hef spjallað við ferða fólk sem getur valið á milli þess að dvelja viku á Íslandi eða 5 vikur í Asíu fyrir sama pening. Ég geri mér grein fyrir að verðlagið LÆKKI EKKI við hækkun launa, en eitthvað þarf að breytast.
Hvað gerist næst.
Högni Snær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)