Sá svartsýni.

Þessi pistill birtist í Mosfellingi nú í byrjun vetrar og er númer 87 í röðinni.

 

Sá svartsýni.

 

untitled

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hef því allt of oft verið sá sem er því miður alltof oft svartsýnn eða þessi gaur sem er fúll á móti, hvort sem það kemur að íþróttum, veðrinu í næstu viku eða lottótölunum sem ég valdi á lotto miðann. Það getur stundum komið sér vel að ef Liverpool liðið er rasskellt af einhverju liði sem hefur komið fyrir of oft þá er ég sá sem sagði „i told you so“ og er ekkert að gera mér of miklar væntingar fyrir hlutunum. Heldur verið þessi fúli gæi sem spáir rigningu og svarta dauða. En með aldrinum þá hefur kannski létt aðeins yfir mér og ég farin að verða bjartsýnni en ég var.

En ég er orðin aftur Skúli fúli þegar ég huga að nánustu framtíð .. því miður.. grunar mig að það styttist í næsta hrun. Ég held að þetta næsta hrun verði vonandi mildari skellur en það síðasta og mig grunar að þetta verði fasteignahrun og hrun í ferðamanna iðnaðinum, frekar en bankahrun. Það verði kannski hægt að kalla þetta leiðréttingu á fasteigna verði en hrun. Ég held að flestir séu sammála að 40 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu sé ekki 40-50 milljóna virði. Einnig að einbýlishús á Seltjarnarnesi er dýrari en ný Hvalfjarðargöng og að braggi í miðborginni sé dýrari en lagning Sundabrautar eða fjárlög Færeyja ef því er skipta.

En sú bragga skita sem Dagur og Reykvíkingar bjóða upp á þessa daganna er nú annað mál og efni í annan pistil. Og ég verð nú hissa ef einhver haus/ar fái ekki að fjúka út af þessu rugli þarna í borginni. Annaðhvort er þetta glæpsamleg vanræksla eða glæpsamleg spilling og ef að þetta væri ekki raunveruleikinn þá væri hægt að halda að þetta væri stikla úr fóstbræðrum.

En aftur að hruninu, við Íslendingar erum sannkallaðir gullgrafarar og þau æði sem við tökum okkur fyrir hendur enda alltaf í rugli. Það æði sem tröllríður öllu þessi misserin eru að það á að breyta öllum kompum landsins í hótel eða Airbnb og troða fiskeldi í alla firði hringin í kringum landið. Sumir eru nú alls ekki sáttir við það og vilja fylla frekar alla skurði sprænur heldur en að koma fisknum út í sjó enda er það svo mikil umhverfismengun af sjókvíaeldi heldur en landeldi. Það er nefnilegra hreinna að moka skítnum af laxinum beint út í sjó heldur en að láta hann skíta þar sjálfur. Svo er hann laxin ekki duglegur að hlíða hann á það til að strjúka úr kvíunum og reyna koma sér á séns í ánum frekar en að mæta á réttum í slátrun.

 

Högni Snær.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband