Túnið 2015.

Þessi pistill birtist í Mosfellingi nú fyrir bæjarhátíðina í túninu heima.

 

imagesD5UHIYQE

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Túnið 2015.

Þá er komið að því gott fólk að bæjarhátíðin okkar í túninu heima fer að hefjast og mörg okkar eru vissulega búin að bíða spennt yfir því að missa sig algjörlega í skreytingunum í ár og toppa það síðasta með látum. Það er algjörlega deginum ljósara að þessi dómnefnd sem sér um að dæma í litakeppninni okkar skemmtilegu var úti að skíta á síðustu bæjarhátíð þar sem hverfið mitt vann ekki, og hana nú, enda hafi sá orðrómur gengið í bæjarfélaginu að sigur liturinn á síðasta ári hafi beitt belli brögðum til þess að hreppa vinninginn. Að þau hafi mútað dómnefndinni með rándýru tásu nuddi, fífla blómvöndum, tveimur tyggjópökkum og út að borða í grillnesti fyrir tvo. En hvað sem þessum samsæriskenningum varðar þá er komið að gula hverfinu í ár og nú er einsgott að við gulu munum fríka út í vitleysunni þegar kemur að skreyta húsin og prjóna gular lopapeysur þetta árið svo við vinnum í ár.

En að allt öðru máli sem eru forseta kosningar, þær hafa verið talsvert í umræðunni upp á síðkastið og sitt sýnist hverjum um hver ætti að verða næsti forseti okkar Íslendinga. Hvort Óli Mos (Ólafur Ragnar Grímsson) muni gefa kost á sér aftur nú eða hvort að Gnarrinn ætli að bjóða sig fram eða bara einhver allt annar muni gerast húsráðandi á Bessastöðum næstu árin. Það er nú þannig í okkar lýðveldi að forseta embættið sé nokkurskonar hátíðar embætti og valdalaust, en þó ekki alveg. En í sumum þjóðum eru forsetarnir þeir valdamestu og ráða mjög miklu. Í Kanaveldi eru það tveir frambjóðendur sem eru hvað fyrirferðamestir um þessar mundir og eru það Hillary Clinton á öðrum vængnum sem sumir segja að fari í framboð fyrir flokkinn og svo er það hrokafyllsti pappa kassi heims MR. combover (yfirbreiðslan sjálf) Donald Trump. Það skiptir okkur Íslendinga nefnilega nokkuð miklu máli og heiminn allan í sjálfu sér hver verður á Bessastöðum þarna vestur frá enda er forseti Bandaríkjanna einn valdamesti einstaklingur veraldar og ákvarðanir sem eru teknar það gætu haft áhrif á budduna okkar í Mosfellsbæ. Svo sem gengi krónurnar, vextir, bensínverð og annað sem getur sveiflast út af heimsmarkaðs áhrifum. Þá er spurningin hversu hættulegt er það fyrir heimsfriðinn að Trump á möguleika á að verða forseti Bandaríkjanna. Guð hjálpi okkur ef svo verður....

 

Högni Snær.     www.kliddi.blog.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Frábær mynd af Trump. Hárgreiðslan er alveg jafn fölsk og hann sjálfur.

Aztec, 6.9.2015 kl. 17:50

2 Smámynd: Högni Snær Hauksson

 Það passar....Trumparinn er ekki allur þar sem hann er séður.

Högni Snær Hauksson, 10.9.2015 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband