Það er comið sumar ?

Þessi pistill kom í Mosfellingi í byrjun Júní.

 

untitled

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er Comið Sumar ?

Þá erum við stödd hér aftur, enn og aftur á þessum yndislegu tímamótum. Það er komið sumar. Já ég ætla að halda því fram hér á síðum Mosfellings að ÞAÐ SÉ komið sumar og hana nú. Ég spái því að júní, júlí og ágúst hretið með næturfrosti og snjókomu láti standa á sér í ár, svo öruggur er ég. Sá gamli (ég) meira að segja búin á slá og fá eitt móðursýkiskast við að koma helvítis trampólíninu upp. Að setja saman svona drasl einsog trampólín saman er ekki minn tebolli, ég tala nú ekki um þegar maður er með 10 þumalputta einsog ég þá hlakka ég til þessara vorverka álíka mikið og að þurfa fara til tannlæknis eða í verslunarferð með konunni í  Kringluna.

En þetta sumar gott fólk verður skráð í sögubækurnar, ó já munið þið það „Sumarið 2017 ! „. Það verður ekki fremst í sögubókum fyrir þær sakir að Íslenska kvennalandsliðið verður evrópumeistari í fótbolta í Hollandi í sumar (sem vonandi verður) eða að Ísland vinni Króata á Laugardalsvelli 5-0 þann 11 júní (sem ég einnig vona, en sætti mig við 1-0). Nú eða að Afturelding og Hvíti Riddarinn fari upp um deild í sumar (og ég hef öruggar heimildir fyrir því að það muni gerast) Nei þetta sumar fer í í sögubækurnar fyrir þær sakir að hér opnaði Costco. Á klakann mættu sólbrúnir Bretar og Ameríkanar með skottið fullt að vörum og drasli til að selja sveita varginum á niðurgreiddu verði. Svo ódýrt mun allt draslið vera að  við erum tilbúinn að borga 4800 kr. á ári bara til þess eins að fá inngöngu í húsið til að versla. En nú brá kananum, Íslendingurinn mætt með veskið fullt af peningum, auka heimild á kortinu og yfirdrátturinn hefur ekki farið svona hátt síðan 2007. Röðin af bílum og fólki náði nánast upp á Akranes og við tókum okkur til og tæmdum sjoppuna á fyrstu dögum opnunar. Meira að segja bangsar á stærð við vörubíla sáust í eftirdragi á bílum út um alla borg, og meira að sega 400 þúsund króna gíraffin sem var í búðinni er kominn upp í Hlíðar og einhver situr heima grátandi yfir því að hafa hugsað málið og til að hafa ráðfært sig við konuna hvort þetta séu kjarakaup...nei hann er uppseldur. Olíufélögn höfðu sko ekki áhyggjur af þessari búllu enda hafi þeir haldið því fram í mörg ár að það sé ekki hægt að lækka líterinn...

Svo mætti Costco og.......... in your face....... lengi lifi samkeppninn.

 

Högni Snær.                                          

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband