Sumarið er KOMIÐ..

Þá er það pistillinn sem birtist í Mosfellingi fyr í sumar.

 

38635

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sumarið er KOMIÐ..

Já sumarið er komið, bæði ef marka er dagatalið enda hefur sumardagurinn fyrsti runnið sitt skeið með allri sinni rigningu og nætur frosti. Já og þessi pistill er skrifaður á fyrsta stuttbuxnadegi sumarsins hér í Hulduhlíð að minnsta kosti. Sumarið er tíminn söng söngvaskáldið og því fylgir mikil gleði og hamingja hjá allflestum og ég tala nú ekki um þegar skólanum líkur og vinnandi maurar einsog ég fá að taka sér sumarfrí. Nú er maður búin að rífa fram helvítis trambolínið, fylla á sláttuorfið og rífa úr skápnum sólvörn nr. 68 svo að skallinn verði nú ekki í bráðri lífshættu ef sú gula ætlar að láta sjá sig eitthvað í sumar.

Margir eru búnir að sækja tjaldvagnana sína, fellihýsin og hjólhýsin og eru á hörðum spretti við að ná úr tækjunum allri myglulykt og sagga eftir vetrargeymsluna. Grillin í bænum hafa varla undan við að brenna kóteletturnar og sprengja SS pylsurnar því nú skal grilla einsog óður maður. Já sumarið er komið og því fylgja ferðalög út um allar sveitir í öllum tegundum af hjól/tjald og fellihýsum, og það er sko gaman. En að eiga slík tryllitæki fylgir smá vesen það þarf að geyma þetta inni á veturna svo þetta frjósi ekki í drasl og það þarf að geyma þetta á sumrin meðan maður er ekki að njóta ferðalaganna og nýi nágranninn minn er gott dæmi um hvernig á EKKI að tækla þetta. Eftir tvær kurteisilegar heimsóknir og rúmlega tveggja vikna bið er ég búinn að missa þolinmæðina. „Á næstu dögum, jafnvel um helgina og  næstu helgi“ er dæmi sem ég hef fengið að heyra en ekkert gerist. Ég hef verið afar kurteis og afar þolinmóður enda er jafnaðargeðið mitt á heimsmælihvarða en færðu andskotans þriggja hæða, 150 feta hjólhýsið þitt sem þú lagðir ofan í stæðinu mínu (ég er enn að reyna að ná börnunum úr bílnum.

Ég legg ekki í stæðið þitt. Eða geymi draslið mitt á þínu heimili þannig að viltu vera svo elskulegur og næs og færðu nú hjólhýsið. Og vertu ávalt velkomin til mín í einn kaldann.

 Með fullri vinsemd og virðingu Högni Snær. (maðurinn sem þú lofaðir að vera búinn að færa það um „helgina“ fyrir næstum  hálfum mánuði)

 

Högni Snær.

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband