Haustið.

Þessi Pistill kom í Mosfellingi nú í haust.

 

gardening leaf tree rake raking mess jmp081011 low

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Haustið.

Þá er komið að því, sólarvörnin komin í skúffuna, garðsláttuvélin inn í geymslu og garðurinn fullur af gulnuðum laufum. Það er komið haust, handboltinn byrjaður að rúlla og sá enski kominn á fullt. Það er orðið uppselt á hverja jólatónleikana á fætur öðrum og Baggalútur og Bó glotta við brjálaðri miðasölu jólaþyrstra Íslendinga. (P.S. mig langar á Bagglút ef einhver á lausan miða J )

Alþingiskosningar eru á næsta leiti og sitt sýnist hverjum hvaða flokk þeir setja x-ið við í ár og „Wintris“ málið verður á oddinum að minnsta kosti hjá þeim sem hafa gleymt gullfiska minninu og muna af hverju við kjósum á svona ókristilegum tíma. En veröldin riðaði nánast til falls um daginn og þegar ég opnaði mbl.is þá sá ég skýrt hvers vegna. Ekki er það vegna hræðilegs stríðs í Sýrlandi og flóttamennina sem þaðan streyma til að bjarga lífi sínu og barnanna sinna, nei ekki vegna þess. Ekki vegna þess að snaróður rugguhestur vestur í Ameríku er nálagt því að tryggja sér valdamestu stöðu heims , nei ekki vegna þess. Ekki vegna þess að fjölmiðlamenn lögðu fyrrverandi forsætisráðherra lands og þjóðar í svívirðilega gildru með því að spyrja hann út í Panamaskjölin og fletta ofan af þeim málum öllum þegar þeir áttu að vera spyrja hann um eitthvað allt annað, nei ekki vegna þess.

Fjölmiðlar bæði ríkis og óháðir, samfélagsmiðlar, snöpp, og netsíður voru fullar af fréttum ekki um þessi mál sem ég nefndi hér áðan heldur að tveir leikarar á fimmtugs aldri eru að ákveða að skilja í þriðja eða fjórða skiptið... hvort. Ef ég man rétt þá voru fimm mest lesnu fréttirnar á mbl um þau, hvar þau búa, bjuggu, lífskeið þeirra í máli og myndum, fréttir um börn þeirra, foreldra og ég veit ekki hvað. Meira að segja þegar ég smellti á veðurspánna þá voru þar fréttir um ævi og örlög „Brandgelínu“ fyrirbærisins. Nei ekki alveg kannski en næstum því. Eru ekki merkilegri hlutir sem við þurfum að velta okkur uppúr ? Stríðsástand og hörmungar sem heimsbyggðin þarf að leysa úr?  Ekki að Brad Pitt sé á lausu, leyfið aumingja fólkinu að fá að vera í friði. Þó svo ég þekki einn ný orðin 40 ára sem grætur ekki að Angelína sé kominn á markaðinn.

 

Högni Snær                


Úr einu í annað.

Þessi pistill birtist í Mosfellingi í Sumar 2016.

 

3099582600000578 0 image a 2 1454027249390

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Úr einu í annað.

Þá er komið að þessum tímamótum sem við sveitungar bíðum spennt eftir á hverju ári þjóðhátíð Íslendinga... eða okkar Mosfellinga í túninu Heima. Það er troðfull dagskrá alla helgina og úr nægu góðgæti að kjamsa á þetta árið einsog önnur ár. Þessi hátíð sýnir að við þurfum ekki að að leggja land undir fót eða yfirgefa bæjarmörkin til að upplifa góða skemmtun eða góða bæjarhátíð.

Enski boltinn er byrjaður að rúlla en eitt árið kannski einsog við var að búast á þessum árstíma og ætti ekki að koma mikið á óvart. Við púlarar, flestir held ég, tökum þetta tímabil með blendnum hug enda var síðasta tímabil ekki að fylla neinar bikarhillur þó svo að tveir voru ansi nálægt því að enda í skápunum í bítlabænum. Ekki er nú að búast við því að margir rati þangað í ár þó svo að við vonum það besta og krossum okkar fingur og tær enda er orðið langt síðan að sá titill sem okkur þyrstir í mest hefur verið hjá okkur. Bara að hann endi ekki í Manchesterborg hjá þeim rauðklæddu.

Strákarnar okkar í boltasparkinu eru búnir að eiga gott sumar og eru þeir í næst efsta sæti þegar fimm leikir eru eftir og þetta VERÐUR ÁRIÐ sem við förum upp. Strákarnir í Hvíta Riddaranum eru lang efstir í sínum riðli og eru ekki búnir að tapa leik. Well done. Stelpurnar í Aftureldingu og Hvíta Riddaranum eru því miður ekki búnar að eiga eins gott sumar og strákarnir því verður að ganga betur næst.

Fyrir nokkrum mánuðum skrifaði ég pistil um að það væri stærðfræðilegur möguleiki á að Donald Trump gæti orðið næsti forseti Bandaríkjanna og það mætti alls ekki gerast. Þá var sagt við mig „ertu eitthvað klikkaður, hann fær aldrei svo mörg atkvæði til að hljóta tilnefningu repúblikanaflokksins“. En kvikindið náði kjöri og er ekki lengur með stærðfræðilegan möguleika heldur er MJÖG nálagt því. Bandaríkjamenn. Eru þið klikkuð ? Ætlið þið virkilega að láta þennan rugguhest verða forseta ykkar? Ekki veit ég hvað er í gangi þarna vestur frá, hvort að loftið sé svona mengað, drykkjarvatnið eða hvað þetta fólk er búið að vera að reykja en hárkollan er hættulega nálægt þessu og þetta er ekki fyndið lengur. Nú fer maður að vera smeykur. Ég bíð bara eftir að einhver segi „Nei djók þetta var bara grín hann verður aldrei valdamesti maður í heimi“.

En gleðilega bæjarhátíð.....          

Högni Snær.                    


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband